Schlagworte: Skopteikningar úr hversdagslífinu, Grín og spott í skopteikningum, Teiknimyndir húmor og háð, Skopmyndir um lífið og tilveruna, Skopteikningabók eftir Salbjörgu
Skopteikningarnar í bókinni eru fyrir alla sem hafa áhuga á húmor og háðsádeilu og vilja líta með sposkum augum á mannlífið, samfélagið og umfram allt á okkur sjálf í hugsanlega svipuðum hlutverkum. Teikningarnar endurspegla írónískar aðstæður og lýsa einstökum grátbroslegum atvikum, oft sem ímynduðum hugmyndum en einnig sem upplifuðum og sannsögulegum staðreyndum. Fjölmörg glettileg atriði á leiksviði hversdagslífsins eru hér opinskátt skjalfest. Skopteikningarnar eru vandlega skissaðar skyndimyndir og fígúrurnar ráða ríkjum á leiksviðinu. Þær taka þátt í ýmsum hlutverkum þar sem þær bregða sér á leik við undarlegar aðstæður og flytja gjörningana grandgæfilega, en að því er virðist alveg óvart.
Salbjörg Sveinsdóttir Hotz hefur teiknað skopteikningar allt frá bernskuárum. Hún hlaut tónlistarmenntun á Ísafirði, í Reykjavík og síðan í Vínarborg þar sem hún stundaði jafnframt myndlistarnámskeið í skopteikningu. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi á sviði tónlistarflutnings, tónsmíða og skopteikninga um áraskeið í Sviss. Úrval af tónverkum hennar hefur verið gefið út á hljóðritum og fjölmargar teikningar eftir hana hafa birst í blöðum, bókum og bæklingum. Auk þess hafa margar skopteikningar hennar verið sýndar á myndlistarsýningum í ýmsum löndum.
Es sind momentan noch keine Pressestimmen vorhanden.